Tækifærið býður upp á námskeið og starfsþjálfun fyrir ungt fólk af erlendum uppruna sem hvorki er virkt í vinnu né námi. Markmiðið er að veita innsýn í íslenskt samfélag og íslenskan vinnumarkað, um leið og unnið er að andlegri, líkamlegri og félagslegri uppbyggingu. Þátttakendur fá aðstoð við atvinnuleit og eftirfylgd á vinnumarkaði eins og þurfa þykir.

Tækifærið er fyrir þau sem vilja breyta lífi sínu til batnaðar og verða aftur virk í vinnu.

Tækifærið er í samstarfi við Vinnumálastofnun sem vísar til okkar fólki sem þarf og vill fá okkar tækifæri.

Tækifærið er rekið án hagnaðarsjónarmiða.

Um Tækifærið

Inside Out
Evrópskt samstarfsverkefni

Tækifærið, í samvinnu við Culture Goes Europe (hér eftir CGE) í Erfurt í Þýskalandi Culture Goes Europe (cge-erfurt.org) og Eurobug á Írlandi Eurobug (eurobug-int.org), stendur fyrir verkefninu Inside Out. Markmið þess er að þróa útivist sem aðferð í vinnu með ungum innflytjendum í NEET aðstæðum. Í samvinnu við aðra sem vinna með ungum innfytjendum viljum við þróa áhrifaríkar aðferðir í náttúrunni, langt utan veggja stofnana, sem geta bætt geðræna og líkamlega heilsu.

Tilgangur útivistar er einnig að efla seiglu og getu til að takast á við margvíslegar áskoranir og þróa með þátttakendum teymis- og samfélagsvinnu.

Hægt er að kynna sér verkefnin frekar á heimasíðum þeirra:

Inside Out — Eurobug

Our projects – Culture Goes Europe

  • "I am very grateful for this experience. It highlighted the strengths that I can work with more."

    Þátttakandi

  • "Þeir sem ekki eiga mömmu eins og ég átti - þurfa svona félagsráðgjafa eins og mig - sem stundum er kölluð mamma stáltá."

    Björk

  • "I was happy with everything, we worked, we learned a lot, I suffered from anxiety but it disappeared, the best thing that happened to me in Iceland, perfect, I would recommend the resort to everyone."

    Þátttakandi

  • "The Opportunity was a major one. The staff was great. I gained experience, received encouragement, recommendations and joy, I thank everyone who made The Opportunity possible."

    Þátttakandi

Hittu teymið

Okkar markmið

Markmið Tækifærisins er að þátttakendur :

  • Öðlist betri andlega, líkamlega og félagslega heilsu

  • Auki skilning sinn á íslensku samfélagi og íslenskum vinnumarkaði

  • Læri að takast á við persónulegar áskoranir og uppgötvi styrk sinn til að gera breytingar

  • Taki virkan þátt á vinnumarkaði og móti sér stefnu til að auka færni sína og eða menntun

Tækifærið býður upp á 6 vikna námskeið um íslenskt samfélag og vinnumarkað, ásamt einstaklings- og hópverkefnum sem snúa að persónulegum áskorunum ungs fólks.

Á hverjum degi

  • borðum við saman

  • lærum við saman

  • hreyfum okkur saman

Námskeið í Reykjavík

Við vinnum með fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnu-lífinu sem eru staðráðnir í að fjáfesta í ungum hæfileikum. Starfsþjálfun okkar er samstarfsverkefni Tækifærisins og þeirra atvinnurekenda sem ráða til sín þátttakendur frá okkur. Tækifærið fylgjir fólki eftir á vinnumarkaði í a.m.k. 3 mánuði.

Hingað til hafa þátttakendur Tækifærisins unnið við endurbyggingu húsa, við bændahótel og landbúnaðarstörf utandyra. Þá hafa þeir unnið við bílaviðgerðir og rafmagnsvinnu. Þá höfum við tekið að okkur samfélagslega mikilvæg verkefni eins og undirbúning heimila fyrir úkraínska flóttamenn.

Starfsþjálfun

Útivist og hreyfing (t.d. gönguferðir, fjallgöngur og sund), hollt matarræði og skemmtileg sameiginleg upplifun eru mikilvægur hluti af nálgun okkar. Við viljum nýta tíma okkar úti í náttúrunni og upplifa alla þá kosti sem því fylgja.

Í lok hvers námskeiðs er farið í hestaferð.

Dagskrá

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt taka þátt í Tækifærinu ekki hika við að hafa samband.

Email: taekifaerid@taekifarid.is